Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni
Andri Fannar á unglingalandsliðsæfingu.
Andri Fannar á unglingalandsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Bologna 1 - 1 Udinese
0-1 Stefano Okaka Chuka ('33 )
1-1 Rodrigo Palacio ('90 )

Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður og lék sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni er Bologna gerði jafntefli á heimavelli gegn Udinese.

Þetta var í annað sinn sem þessi 18 ára leikmaður er í aðalliðshópi Bologna, en hann var í hópnum gegn Sampdoria fyrir áramót en kom ekki við sögu í leiknum. Í dag kom hann inn á þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum.

Andri spilaði framarlega á miðjunni og átti góða innkomu. Hann átti hælsendingu sem endaði næstum því í stoðsendingu. Riccardo Orsolini fékk boltann og átti skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í horn. Andri átti svo sjálfur skot fyrir utan teig sem fór í varnarmann.

Rodrigo Palacio, sem á 27 A-landsleiki fyrir Argentínu, jafnaði metin fyrir Bologna í uppbótartímanum. Lokatölur voru 1-1 og er Bologna í tíunda sæti með 34 stig. Andri Fannar komst vel frá sínu.

Leikir kvöldsins:
17:00 SPAL - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Fiorentina - Milan (Stöð 2 Sport 3)

Sveinn Aron ónotaður varamaður
Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tímann á varamannabekknum þegar Spezia gerði 1-1 jafntefli gegn Trapani í ítölsku B-deildinni. Spezia er sem stendur í þriðja sæti B-deildarinnar.

Það hefur gengið vel hjá Spezia að undanförnu og hefur verið erfitt hjá hinum 21 árs gamla Sveini Aroni að koma sér inn í liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner