Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frá Þór/KA í bandarísku ofurdeildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bandaríski makvörðurinn Melissa Lowder er farin frá Þór/KA og hefur skrifað undir hjá Bay FC í efstu deild í Bandaríkjunum. Hún gerir eins árs samning með möguleika á framlengingu um ár í viðbót.


Bay FC er glænýtt lið sem mun taka þátt í deildinni í fyrsta sinn á komandi tímabili sem hefst eftir tæpan mánuð.

Melissa er 27 ára gömul en hún gekk til liðs við Þór/KA fyrir síðustu leiktíð. Hún lék 24 leiki í Bestu deildinni þar sem liðið hafnaði í 5. sæti.

„Melissa er frábær manneskja og ofan á það frábær markvörður. Við erum spennt að fá hana því hún vill verða betri og getur hjálpað félaginu á ná nýjum hæðum. Hún er leiðtogi og reynslumikil og leggur hart að sér á hverjum degi," sagði Diego Restrepo markmannsþjálfari Bay FC.


Athugasemdir
banner
banner
banner