
„Við erum að mínu mati með rosalega sterkan hóp, góða leikmenn. Það eru nánast allir að spila mikið og nánast allir að spila mjög vel," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í Zenica í kvöld. Annað kvöld mætast Bosnía/Hersegóvína og Ísland í undankeppni EM.
„Við höfum verið að horfa til þess undanfarnar vikur hverjir eru í sínu besta leikformi."
Arnar hefur aldrei verið með jafn öflugan hóp í höndunum og nú, síðan hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.
„Við höfum verið að horfa til þess undanfarnar vikur hverjir eru í sínu besta leikformi."
Arnar hefur aldrei verið með jafn öflugan hóp í höndunum og nú, síðan hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.
„Ég get alveg tekið undir það. Það var erfiðast fyrir mig og okkur að velja þennan hóp. Það eru leikmenn sem eru í hópnum en ættu það fyllilega skilið að vera í honum. Við erum á góðum stað akkúrat núna."
Sérfræðingar tala um jafntefli sem mjög góð úrslit í leiknum annað kvöld. Þegar Arnar var spurður að því hver væri ásættanleg uppskera úr þessum glugga vildi hann horfa á þetta í víðara samhengi.
„Við horfum á þetta verkefni sem 2023. Það fór ferli af stað fyrir tveimur árum, þegar ég var ráðinn í þetta starf. Þá fóru hlutir af stað, við ætluðum að ráðast á HM en það fór eins og það fór. Við þurftum að endurskipuleggja okkur á síðasta ári," sagði Arnar.
„Lið eins og Bosnía og Slóvakía telja sig eiga mikla möguleika og við gerum það líka. Við erum með ákveðin markmið um stigafjölda sem við viljum ná í þessari undankeppni og vonandi fáum við sem flest stig í þessari viku."
Stærsta nafnið hjá heimamönnum er fyrirliðinn og sóknarmaðurinn reynslumikli Edin Dzeko sem spilar í dag fyrir Inter. Hversu mikil áhersla er lögð á að reyna að stöðva hann?
„Við erum með leikplan og það snýst ekki bara um hann. Hann er þeirra skærasta stjarna en þeir eru með marga góða leikmenn. Þeir eru með leikmenn sem eru að spila á háu 'leveli'. Við getum ekki bara einbeitt okkur að Dzeko, það eru aðrir leikmenn sem eru að fæða hann með sendingum og fyrirgjöfum. Við þurfum líka að stöðva það," segir Arnar.
„Það er of seint í rassinn gripið að ætla bara að stoppa hann þegar hann er með boltann."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir