Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir til viðbótar teknir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar
Terry lék nítján ár í efstu deild með Chelsea og varð fimm sinnum Englandsmeistari.
Terry lék nítján ár í efstu deild með Chelsea og varð fimm sinnum Englandsmeistari.
Mynd: John Terry
Cole spilaði sem sóknarmaður fyrir sjö félög í ensku úrvalsdeildinni og á ýmis met. Þekktastur er hann fyrir tíma sinn hjá Newcastle United og Manchester United. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með síðarnefnda liðinu.
Cole spilaði sem sóknarmaður fyrir sjö félög í ensku úrvalsdeildinni og á ýmis met. Þekktastur er hann fyrir tíma sinn hjá Newcastle United og Manchester United. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með síðarnefnda liðinu.
Mynd: Getty Images
Tveir til viðbótar voru teknir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í dag; þeir Andy Cole og John Terry.

Terry er einn besti fyrirliði í sögu deildarinnar en hann var lengi fyrirliði Chelsea og hjálpaði liðinu að vinna ensku úrvalsdeildina fimm sinnum. Hann er þá markahæsti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 41 mark.

Cole er fjórði markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var mikilvægur hluti af Manchester United liðinu sem vann þrennuna 1999. Hann spilaði einnig með Newcastle, Blackburn, Fulham, Manchester City, Portsmouth og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir sem hafa verið teknir inn í frægðarhöllina til þessa:
Alan Shearer (2021)
Thierry Henry (2021)
Eric Cantona (2021)
Roy Keane (2021)
David Beckham (2021)
Dennis Bergkamp (2021)
Frank Lampard (2021)
Steven Gerrard (2021)
Patrick Vieira (2022)
Wayne Rooney (2022)
Ian Wright (2022)
Peter Schmeichel (2022)
Paul Scholes (2022)
Didier Drogba (2022)
Vincent Kompany (2022)
Sergio Aguero (2022)
Sir Alex Ferguson (2023)
Arsene Wenger (2023)
Rio Ferdinand (2023)
Petr Cech (2023)
Tony Adams (2023)
Ashley Cole (2024)
Andy Cole (2024)
John Terry (2024)
Athugasemdir
banner
banner