Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 22. maí 2019 13:14
Elvar Geir Magnússon
Pochettino sagður efstur á blaði Juventus
Independent segir að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sé efstur á óskalista Juventus sem er að leita að nýjum stjóra.

Massimiliano Allegri stýrir Juve í síðasta sinn í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar næsta sunnudag en liðið hefur orðið Ítalíumeistari átta ár í röð.

Pochettino hefur náð frábærum árangri sem stjóri Tottenham og stýrir liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn Liverpool, þann 1. júní.

Gazzetta dello Sport heldur því fram að Juventus hafi þegar haft samband við Tottenham vegna Pochettino.
Athugasemdir