Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfrýjun Amiens, Lyon og Toulouse hafnað
Memphis Depay, leikmaður Lyon.
Memphis Depay, leikmaður Lyon.
Mynd: Getty Images
Franskur dómari hafnaði áfrýjunum frá frönsku fótboltafélögunum Lyon, Amiens og Toulouse er varðar ákvörðun frönsku deildarinnar að hætta tímabilinu snemma vegna kórónuveirufaraldursins.

Ákveðið var að hætta keppni í úrvalsdeild karla- og kvenna í Frakklandi, sem og í neðri deildum, í síðasta mánuði eftir að forsætisráðherra Frakklands sagði að engir íþróttaviðburðir færu fram í landinu fyrr en í fyrsta lagi í september.

Meðalfjöldi stiga taldi í lokaniðurstöðunni og féllu Amiens og Toulouse úr úrvalsdeild. Lyon missti þá af Evrópusæti fyrir næsta tímabil.

Niðurstaðan í frönsku úrvalsdeildinni stendur, en það er athyglisvert að B-deild karla verður með 22 lið á næstu leiktíð í stað 20 liða.

Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Amiens ætlaði í mál gegn franska knattspyrnusambandinu og frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner