Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. maí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester United lögsækir Football Manager
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að lögsækja framleiðendur tölvuleiksins vinsæla Football Manager fyrir afnot á nafni félagsins í tölvuleiknum.

Football Manager gengur út á það að taka við knattspyrnuliði og stýra því; allt frá því að smíða leikkerfi að því að kaupa og selja leikmenn.

Sega og Sports Interactive, framleiðendur Football Manager telja sig hafa leyfi fyrir notkun á nafni Manchester United, en því er enska úrvalsdeildarfélagið ósammála.

United, sem er eitt stærsta fótboltafélag heims, telur Football Manager einnig hafa brotið af sér með því að nota ekki alvöru merki félagsins í leiknum og nota frekar einfaldara merki.

Þess má geta að nafn Manchester United hefur verið notað í leiknum frá því hann hét Championship Manager, frá árinu 1992.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Guardian.
Athugasemdir
banner
banner