Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel neitaði að koma inn á í stöðunni 4-0 fyrir Blika
Björn Daníel
Björn Daníel
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á sunnudag. Á varamannabekknum, líkt og í öllum leikjum nema einum í sumar, var Björn Daníel Sverrisson.

Björn Daníel hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið FH í sumar en byrjaði gegn Leikni í fjarveru Eggerts Gunnþórs Jónssonar.

Björn hefur komið inn á sem varamaður í sex leikjum FH, öllum nema einum þar til á sunnudag. Þá var hann ónotaður varamaður.

Fréttaritari Fótbolta.net á leiknum, Arnar Laufdal Arnarsson, spurði Loga Ólafsson, þáverandi þjálfara liðsins, út í hvort Björn hefði verið ósáttur við að koma inn á sem varamaður í stöðunni 4-0.

„Ég get ekki staðfest þetta, ég var bara við hliðarlínuna. Ég get ekki svarað því," sagði Logi.

Upplifunin á vellinum var á þann hátt að Björn átti að koma inn á sem varamaður á sama tíma og Baldur Logi Guðlaugsson fór inn á. Björn var ósáttur við að eiga fara inn á í stöðunni 4-0 á 69. mínútu og neitaði að fara inn á. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfara FH, reiddist út af því og skipaði Birni að setjast á bekkinn.

Fótbolti.net hefur reynt að ná í Björn Daníel í dag en það hefur ekki tekist.
Logi Ólafs: Þetta var skömminni skárra í seinni en samt ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner