Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. ágúst 2019 15:10
Elvar Geir Magnússon
Forráðamenn Real Madrid ferðast til Parísar
Neymar til Real Madrid?
Neymar til Real Madrid?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Forráðamenn Real Madrid eru á leið til Parísar þar sem þeir ætla að reyna að ganga frá samkomulagi um brasilíska sóknarmanninn Neymar.

Neymar vill yfirgefa Paris Saint-Germain en hann gekk í raðir félagsins 2017 fyrir metupphæð.

Neymar vill snúa aftur til Spánar áður en glugganum verður lokað í Evrópuboltanum þann 2. september.

PSG vill frekar eiga viðskipti við Real Madrid en Barcelona samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Marca segir að Madrídarfélagið sé með mun meiri fjárhagslegan kraft en erkifjendurnir en Neymar er að fá 900 þúsund pund í vikulaun samkvæmt franska miðlinum Mediapart.

Neymar vann Spánarmeistaratitilinn tvívegis með Börsungum áður en hann hélt í frönsku höfuðborgina.
Athugasemdir
banner
banner