Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. september 2019 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli talar um þá gríðarlega vinnu hann hefur lagt á sig
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli gekk í sumar í raðir Brescia á frjálsri sölu. Brescia eru nýliðar í ítölsku úrvalsdeildinni.

Balotelli ólst upp nálægt borginni og stefnir hann á að hjálpa liðinu í deild þeirra bestu á Ítalíu. Balotelli, sem er 29 ára, hóf tímabilið í leikbanni, en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Juventus á þriðjudag.

Hann segist sjaldan hafa verið í betra formi en nú.

„Ég held ég hafi lagt meiri vinnu á mig síðasta eina og hálfa mánuðinn en ég hef gert síðasta áratuginn af ferli mínum," sagði Balotelli við DAZN.

„Ég er ekki í góðu leikformi þar sem ég hef aðeins spilað tvo æfingaleiki, en ég er í mjög góðu formi. Síðast þegar ég var í þeirri þyngd sem ég er í núna, þá var ég hjá Manchester City."
Athugasemdir
banner
banner