sun 22. september 2019 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aftur tapaði United gegn West Ham í London
West Ham fagnar marki.
West Ham fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Sætið virðist aðeins vera farið að hitna hjá þessum.
Sætið virðist aðeins vera farið að hitna hjá þessum.
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsótti West Ham í dag. Sú heimsókn var ekki farsæl - vægast sagt.

United spilaði ekki vel í leiknum, náðu varla að skapa sér gott færi. Andriy Yarmolenko kom West Ham í forystu stuttu áður en flautað var til hálfleiks.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum missti United Marcus Rashford af velli og þar sem Anthony Martial og Mason Greenwood voru ekki í hóp í dag (vegna meiðsla og veikinda) þá var Jesse Lingard settur í fremstu víglínu.

Það gekk ekki nægilega vel. Harry Maguire fékk ágætis færi til að jafna en Fabianski sá við honum.

Svo á 84. mínútu komst West Ham í 2-0. Aaron Cresswell skoraði þá beint úr aukaspyrnu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 2-0. United tapaði líka á þessum velli snemma á síðustu leiktíð, þá enduðu leikar 3-1.

West Ham er með 11 stig og United með átta stig. United hefur unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Tíu Úlfar jöfnuðu
Í hinum leiknum sem var að klárast var dramatík þegar Úlfarnir jöfnuðu á síðustu stundu gegn Crystal Palace. Leander Dendoncker hafði komið Palace yfir með sjálfsmarki í upphafi seinni hálfleiks.

Wolves spilaði einum færri frá 73. mínútu eftir að Romain Saiss fékk sitt annað gula spjald. En þrátt fyrir að vera einum færri jafnaði Wolves í uppbótartíma. Markið gerði Diogo Jota.

Palace fer í átta stig, en vandræði Wolves halda áfram. Úlfarnir eru í næst neðsta sæti með fjögur stig.

Crystal Palace 1 - 1 Wolves
1-0 Leander Dendoncker ('46 , sjálfsmark)
1-1 Diogo Jota ('90 )
Rautt spjald:Romain Saiss, Wolves ('73)

West Ham 2 - 0 Manchester Utd
1-0 Andriy Yarmolenko ('44 )
2-0 Aaron Cresswell ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner