Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 22. september 2019 17:09
Sverrir Örn Einarsson
Óli Jó: Það segi ég þér seinna
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deildinni endanlega þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Grindavík suður með sjó í dag. Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með skrautlegu marki á 15, mínútu leiksins en Sigurður Bjartur Hallsson nýtti sér varnarmistök og jafnaði leikinn áður en flautað var til hálfleik. Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir með snyrtilegu marki þegar um 20 mínútur lifðu leiks en Sigðurður Egill Lárusson jafnaði fyrir Val með marki beint úr aukaspyrnu og tryggði þar með sæti Vals og felldi um leið lánlausa Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist við mjög erfiðar aðstæður og knattspyrnugeta hefur ekki mikið að segja við þessar aðstæður en mér fannst bæði lið sýna bara fínan leik miðað við aðstæður.“
Sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals um hvort hann væri sáttur við úrslit leiksins.

Valsmenn hafa valdið miklum vonbrigðum í sumar og eflaust ekki margir sem sáu fyrir sér að liðið yrði í neðri helmingnum og í raun í fallhættu fyrir leikinn í dag.

„Við hefðum viljað gera betur en þetta er staðreyndin.“

Hvað fór úrskeiðis?

„Það segi ég þér seinna.“

Sagði Ólafur stuttur í spuna og glotti en viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner