Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 22. september 2019 17:09
Sverrir Örn Einarsson
Óli Jó: Það segi ég þér seinna
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deildinni endanlega þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Grindavík suður með sjó í dag. Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með skrautlegu marki á 15, mínútu leiksins en Sigurður Bjartur Hallsson nýtti sér varnarmistök og jafnaði leikinn áður en flautað var til hálfleik. Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir með snyrtilegu marki þegar um 20 mínútur lifðu leiks en Sigðurður Egill Lárusson jafnaði fyrir Val með marki beint úr aukaspyrnu og tryggði þar með sæti Vals og felldi um leið lánlausa Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist við mjög erfiðar aðstæður og knattspyrnugeta hefur ekki mikið að segja við þessar aðstæður en mér fannst bæði lið sýna bara fínan leik miðað við aðstæður.“
Sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals um hvort hann væri sáttur við úrslit leiksins.

Valsmenn hafa valdið miklum vonbrigðum í sumar og eflaust ekki margir sem sáu fyrir sér að liðið yrði í neðri helmingnum og í raun í fallhættu fyrir leikinn í dag.

„Við hefðum viljað gera betur en þetta er staðreyndin.“

Hvað fór úrskeiðis?

„Það segi ég þér seinna.“

Sagði Ólafur stuttur í spuna og glotti en viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner