Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 22. september 2019 17:09
Sverrir Örn Einarsson
Óli Jó: Það segi ég þér seinna
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deildinni endanlega þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Grindavík suður með sjó í dag. Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með skrautlegu marki á 15, mínútu leiksins en Sigurður Bjartur Hallsson nýtti sér varnarmistök og jafnaði leikinn áður en flautað var til hálfleik. Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir með snyrtilegu marki þegar um 20 mínútur lifðu leiks en Sigðurður Egill Lárusson jafnaði fyrir Val með marki beint úr aukaspyrnu og tryggði þar með sæti Vals og felldi um leið lánlausa Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist við mjög erfiðar aðstæður og knattspyrnugeta hefur ekki mikið að segja við þessar aðstæður en mér fannst bæði lið sýna bara fínan leik miðað við aðstæður.“
Sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals um hvort hann væri sáttur við úrslit leiksins.

Valsmenn hafa valdið miklum vonbrigðum í sumar og eflaust ekki margir sem sáu fyrir sér að liðið yrði í neðri helmingnum og í raun í fallhættu fyrir leikinn í dag.

„Við hefðum viljað gera betur en þetta er staðreyndin.“

Hvað fór úrskeiðis?

„Það segi ég þér seinna.“

Sagði Ólafur stuttur í spuna og glotti en viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir