Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 22. september 2023 20:31
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Guirassy getur ekki hætt að skora
Tíu mörk í fimm deildarleikjum
Guirassy skoraði 12 mörk í 24 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Guirassy skoraði 12 mörk í 24 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images

Stuttgart 3 - 1 Darmstadt
0-1 Dan-Axel Zagadou ('17, sjálfsmark)
1-1 Enzo Millot ('22)
2-1 Serhou Guirassy ('32)
3-1 Serhou Guirassy ('93)


Stuttgart tók á móti Darmstadt í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans og komust gestirnir í forystu á sautjándu mínútu, þegar Dan-Axel Zagadou varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Heimamenn voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum og tókst þeim að snúa stöðunni við fyrir leikhlé. Enzo Millot jafnaði áður en Serhou Guirassy kom Stuttgart yfir og var staðan 2-1 í hálfleik.

Yfirburðir Stuttgart héldu áfram í síðari hálfleik en þeim tókst ekki að innsigla sigurinn með öðru marki fyrr en í uppbótartíma. Þar var hinn óstöðvandi Guirassy aftur á ferðinni en hann hefur átt ótrúlega byrjun á nýju tímabili í þýsku deildinni.

Guirassy er búinn að skora ellefu mörk í sex leikjum á nýju tímabili, þar af tíu mörk í fimm deildarleikjum. Ótrúlegt.


Athugasemdir
banner
banner