Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undirbúningur hafinn fyrir leikinn mikilvæga við Svía
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur hafið undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2022.

Leikurinn fer fram á Gamla Ullevi í Gautaborg þriðjudaginn 27. október.

Liðin mættust á Laugardalsvelli 22. september síðastliðinn og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands í þeim leik.

Þetta verður í sautjánda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leik, tveir hafa endað með jafntefli og tólf með sigri Svíþjóðar.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, en liðin eru jöfn að stigum með 13 stig í riðli í undankeppni EM. Svíar eru með betri markatölu eins og er. Ísland tekur heila viku í æfingar í Svíþjóð þar sem íþróttir með snertingum eru ekki leyfðar á höfuðborgarsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner