Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   fös 22. október 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Risaslagir á sunnudaginn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er risastór helgi framundan í ítalska boltanum þar sem tveir stórslagir eru á dagskrá á sunnudeginum.

Fjörið hefst þó í dag þegar Genúa-liðin mæta bæði til leiks. Genoa heimsækir Torino í fyrri leik dagsins áður en Sampdoria fær heimsókn frá nágrönnum sínum í Spezia.

Salernitana og Empoli eigast við í nýliðaslag á morgun áður en Sassuolo tekur á móti Íslendingaliði Venezia. Það verður áhugavert að sjá hvort Arnór Sigurðsson fái að spreyta sig en hann er nýlega búinn að jafna sig af meiðslum.

AC Milan heimsækir svo Bologna í síðasta leik laugardagsins. Þar gæti hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic tekið byrjunarliðssætið af unglambinu Olivier Giroud.

Atalanta mætir til leiks á sunnudagsmorgun en seinna um daginn eru stórslagir á dagskrá. Roma tekur á móti Napoli klukkan 16:00 áður en Ítalíumeistarar Inter fá Juventus í heimsókn.

Margir hafa verið að spá Napoli Ítalíumeistaratitlinum í ár en það má ekki afskrifa Inter og Juve. AS Roma kemur tæplega til greina miðað við leikmannahópinn en það er aldrei að vita hverju Jose Mourinho tekur uppá.

Föstudagur:
16:30 Torino - Genoa
18:45 Sampdoria - Spezia

Laugardagur:
13:00 Salernitana - Empoli
16:00 Sassuolo - Venezia
18:45 Bologna - Milan

Sunnudagur:
10:30 Atalanta - Udinese
13:00 Fiorentina - Cagliari
13:00 Verona - Lazio
16:00 Roma - Napoli
18:45 Inter - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner
banner