Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Alli Jói tekur við Þór/KA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Aðalsteinn Jóhann handsalar samninginn
Aðalsteinn Jóhann handsalar samninginn
Mynd: Þór/KA
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson er nýr þjálfari Þórs/KA í Bestu deildinni en frá þessu er greint á vef félagsins í dag. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára.

Aðalsteinn eða Alli Jói eins og hann er kallaður hætti með Völsung í gær eftir að hafa náð þar frábærum árangri með bæði karla- og kvennalið félagsins síðustu ár.

Fótbolti.net greindi frá því í kjölfarið að hann væri að taka við Þór/KA og staðfesti félagið fréttirnar með tilkynningu í kvöld.

Hann tekur við Þór/KA af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem hætti með liðið og tók við Þrótti.

„Ég tel mig vera að taka við góðu búi af forvera mínum og hlakka mikið til að byrja að vinna með liðinu. Það verða alltaf einhverjar breytingar milli ára og eins þegar nýr þjálfari tekur við skútunni. En ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði skemmtilegt og gjöfult nýtt samband,“ sagði Aðalsteinn við undirskrift.

En af hverju Þór/KA?

„Mér hefur hefur alltaf fundist heillandi ára yfir Þór/KA. Stelpurnar eru metnaðarfullar og hafa búið til gott æfingaumhverfi sem verður gaman að stíga inn í og spennandi að vera þátttakandi í því starfi,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner