Rene Meulensteeen, fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United, segist ekki geta útilokað það að liðið verði í titilbaráttu á þessari leiktíð.
Man Utd er komið á ágætis skrið og hefur nú unnið síðustu tvo deildarleiki.
Það vann Englandsmeistara Liverpool á Anfield í síðustu umferð og vill Meulensteen, sem þjálfaði hjá Man Utd frá 2007 til 2013, ekki útiloka möguleika liðsins á að komast í titilbaráttu.
„Það er margt sem á eftir að gerast á næstu misserum. Ef Arsenal missir einn eða tvo leikmenn í meiðsli, og tapa einum eða tveimur leikjum þá breytist allt. Það gæti auðveldlega gerst í titilbaráttu. Þannig ég held enn að Arsenal, Man City og Liverpool munu berjast um titilinn, en við getum ekki útilokað Man Utd ef þeir fara á þetta skrið sem þeir eru að vonast eftir. Þeir gætu unnið þrjá í röð og allt í einu breytist þessi meðbyr í jákvæðan kraft. Þá gæti titilbaráttan opnast því þeir eru aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool þrátt fyrir draumabyrjun þeirra í upphafi tímabils,“ sagði Meulensteen.
Einnig talaði hann um Arne Slot og Liverpool. Meistararnir hafa tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum, en hann segir að best væri fyrir Slot að gera sem fæstar breytingar til að koma Liverpool aftur á sigurbrautina.
„Ég ber mikla virðingu fyrir Arne Slot því ég hef þekkt hann svo lengi. Hann breytist aldrei og verður alltaf sá sami. Hann er mjög yfirvegaður og hreinskilinn þegar kemur að skoðunum. Hann gerir hlutina ekki verri en þeir eru því hann veit að þeir eru að spila góðan fótbolta og að skapa færi. Það vantar bara að klára færin.“
„Stundum er það þannig að þú kemst inn í öldu, færð flæði og öll skot enda í netinu, svona eins og á síðasta ári. Núna eru þeir komnir á öldu sem fer gegn þeim. Maður þarf bara að fara í gegnum þessa öldu, snúa þér við og hoppa aftur á ölduna, en það gerist bara með því að breyta engu,“ sagði Meulensteen.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 8 | 6 | 1 | 1 | 15 | 3 | +12 | 19 |
2 | Man City | 8 | 5 | 1 | 2 | 17 | 6 | +11 | 16 |
3 | Liverpool | 8 | 5 | 0 | 3 | 14 | 11 | +3 | 15 |
4 | Bournemouth | 8 | 4 | 3 | 1 | 14 | 11 | +3 | 15 |
5 | Chelsea | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 | 9 | +7 | 14 |
6 | Tottenham | 8 | 4 | 2 | 2 | 14 | 7 | +7 | 14 |
7 | Sunderland | 8 | 4 | 2 | 2 | 9 | 6 | +3 | 14 |
8 | Crystal Palace | 8 | 3 | 4 | 1 | 12 | 8 | +4 | 13 |
9 | Man Utd | 8 | 4 | 1 | 3 | 11 | 12 | -1 | 13 |
10 | Brighton | 8 | 3 | 3 | 2 | 12 | 11 | +1 | 12 |
11 | Aston Villa | 8 | 3 | 3 | 2 | 8 | 8 | 0 | 12 |
12 | Everton | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 9 | 0 | 11 |
13 | Brentford | 8 | 3 | 1 | 4 | 11 | 12 | -1 | 10 |
14 | Newcastle | 8 | 2 | 3 | 3 | 7 | 7 | 0 | 9 |
15 | Fulham | 8 | 2 | 2 | 4 | 8 | 12 | -4 | 8 |
16 | Leeds | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 | 13 | -6 | 8 |
17 | Burnley | 8 | 2 | 1 | 5 | 9 | 15 | -6 | 7 |
18 | Nott. Forest | 8 | 1 | 2 | 5 | 5 | 15 | -10 | 5 |
19 | West Ham | 8 | 1 | 1 | 6 | 6 | 18 | -12 | 4 |
20 | Wolves | 8 | 0 | 2 | 6 | 5 | 16 | -11 | 2 |
Athugasemdir