Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Ég elska Rico Lewis
Mynd: EPA
Rico Lewis, leikmaður Man City, lagði upp fyrra mark liðsins á Erling Haaland í 2-0 sigri gegn Villarreal í Meistaradeildinni í gær.

Lewis var á miðjunni en hann getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann var kominn inn á teiginn og lagði boltann út og Haaland mætti á svæðið og negldi boltanum í netið af stuttu færi.

Pep Guardiola var himinlifandi með frammistöðu Lewis.

„Ég er viss um að 90 prósent af fólki sem sér að Rico Lewis sé stillt upp þarna viti hvað hann muni gera. Ég elska þennan leikmann. Ég elska svona leikmenn, sóknarlega og varnarlega. Hann veit nákvæmlega hvenær hann á að hreyfa sig og ég er himinlifandi með frammistöðuna," sagði Guardiola.
Athugasemdir