Ítalska markverðinum Guglielmo Vicario tókst að þagga niður í gagnrýnisröddum er Tottenham gerði markalaust jafntefli við Mónakó í Meistaradeildinni í kvöld en hann var besti maður leiksins að mati GOAL.
Vicario hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Tottenham.
Margir töldu hann ekki nógu góðan en besta leiðin til að svara gagnrýni er gert með að sýna það á vellinum og það gerði Vicario sem fær 9 frá Goal.
Hann átti margar heimsklassavörslur og sá til þess að Tottenham færi með stig heim.
GOAL valdi Dominik Szoboszlai besta mann Liverpool í 5-1 stórsigrinum á Eintracht Frankfurt. Hann lagði upp þriðja markið fyrir Ibrahima Konate með hnitmiðaðri hornspyrnu og skoraði síðan fimmta markið með góðu skoti.
Margir leikmenn Chelsea fengu 8 í einkunn öruggum 5-1 sigri liðsins á Ajax, en einkunnir ensku liðanna má sjá hér fyrir neðan.
Einkunnir Liverpool gegn Frankfurt: Mamardashvili (6), Frimpong (5) Van Dijk (7), Konate (7), Robertson (6) Wirtz (6), Szoboszlai (8), Isak (4), Jones (7), Gakpo (7), Ekitike (7).
Varamenn: Bradley (7), Chiesa (5), Salah (5), Mac Allister (6), Gomez (6).
Einkunnir Tottenham gegn Mónakó: Vicario (9), Porro (6), Van de Ven (7), Danso (7), Gray (8), Palhinha (7), Bentancur (5), Bergvall (4), Kudus (6), Richarlison (5), Odobert (7).
Varamenn: Sarr (6), Simons (4), Kolo Muani (5), Johnson (5), Spence (6).
Einkunnir Chelsea gegn Ajax: Jörgensen (6), Caicedo (7), Fofana (7), Adarabioyo (7), Hato (6), Enzo (8), Lavia (6), Estevao (8), Gittens (8), Buonanotte (7), Guiu (8).
Varamenn: Santos (6), George (8), Chalobah (6), Acheampong (7), Walsh (7).
Athugasemdir