Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: FCK.dk 
Þjálfari FCK um Viktor: Ekki það síðasta sem við sjáum af honum
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið FC Kaupmannahafnar síðustu daga.

Hann spilaði sinn fyrsta leik um helgina þegar hann kom inn á í hálfleik og lagði upp mark liðsins í 3-1 tapi gegn Silkeborg í dönsku deildinni.

Þá skoraði hann eftir að hafa komið inn á í 4-2 tapi gegn Dortmund í Meistaradeildinni í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FCK, hrósaði Viktori í hástert.

„Það var frábært að sjá Viktor standa sig aftur. Hann var með stoðsendingu um daginn og skoraði í dag," sagði Neestrup.

„Hann sýndi með markinu að það er mikilvægt að hafa einhvern á fjærstönginni og það er mikilvægt að nýta tækifærið þegar þú færð það. Hann hefur gert það hingað til og þetta er ekki það síðasta sem við sjáum af honum, hvorki til skamms né langs tíma."
Athugasemdir