Egill Orri Arnarsson var í byrjunarliði U19 ára liðs Midtjylland sem mætti Buducnost í Evrópukeppni unglingaliða í dag, sömu keppni og KA tekur þátt í. Spilað var á Ikast leikvanginum í Danmörku.
Unglingalandsliðsmaðurinn Egill Orri lék fyrstu 71 mínútuna í leiknum og lagði upp mark fyrir Malik Pimpong með fyrirgjöf á 64. mínútu leiksins.
Unglingalandsliðsmaðurinn Egill Orri lék fyrstu 71 mínútuna í leiknum og lagði upp mark fyrir Malik Pimpong með fyrirgjöf á 64. mínútu leiksins.
Lokatölur í leiknum urðu 3-0 fyrir heimamenn í Midtjylland. Markmaðurinn Sigurður Jökull Ingvason var á varamannabekk Midtjylland í leiknum.
Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð keppninnar en seinni leikurinn fer fram í Svartfjallalandi eftir tvær vikur.
Athugasemdir