Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar hafnaði tilboði frá Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var orðaður við starf í Svíþjóð í Stúkunni á SÝN Sport á mánudagskvöld. Gunnar Heiðar er án starfs eftir að leiðir hans og Njarðvíkur skildu í haust.

„Tveir af strákunum mínum komu til mín eftir þáttinn og spurðu mig hvort við værum að flytja til Svíþjóðar. Þetta fór helvíti hratt út. Það er ekkert komið á svoleiðis stig, alls ekki."

„Það kom tilboð frá Svíþjóð sem ég neitaði, mögulega er það sem þeir í Stúkunni voru að vísa í, en mjög fáir vita samt af því,"
segir Gunnar Heiðar sem vill ekki segja hvaða félag hafði boðið honum starf.

„Ég er búinn að taka tvo fundi hérna á Íslandi og eitt spjall við félag erlendis. Framtíðin ætti að skýrast á næstu dögum eða vikum. Besta deildin er að klárast og þrír leikir eftir í Svíþjóð," segir Gunnar Heiðar.

Hann lék sem atvinnumaður með Norrköping og Halmstad í Svíþjóð. Hann var markahæsti leikmaður Allsvenskan tímabilið 2005 þegar hann var hjá Halmstad.
Athugasemdir
banner