Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 09:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Sjáðu sögulegt mark Viktors: Sá yngsti í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Framarinn Viktor Bjarki Daðason skoraði sitt fyrsta mark fyrir FC Kaupmannahöfn í gær og varð um leið yngsti Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu. Þá er hann yngstur Íslendinga til að spila í keppninni.

Hann er reyndar þriðji yngsti leikmaður sem hefur skorað í sögu Meistaradeildarinnar en aðeins Ansu Fati og Lamine Yamal voru yngri.

Markið hans Viktors kemur eftir 3:40 í myndskeiðinu hér að neðan sem birtist á Vísi. Þessi sautján ára hávaxni leikmaður skoraði með skalla. Marklínutæknin lét dómarann vita að boltinn hefði farið inn.

Markið reyndist sárabótamark fyrir FCK sem tapaði 2-4 fyrir þýska stórliðinu Borussia Dortmund.





Athugasemdir
banner