mið 22.okt 2025 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Fimm bestu bakverðir Bestu: Nýr í stöðunni
Fótbolti.net hefur sett saman nokkrar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu leikmennina í mismunandi stöðum í Bestu deildinni. Núna er komið að því að útnefna fimm bestu bakverðina samkvæmt álitsgjöfum.
Einstaklingarnir í dómnefndunum eru vel valdir einstaklingar sem eru annað hvort að spila eða hafa spilað þá stöðu sem þeir voru beðnir um að setja saman lista úr. Þeir voru einfaldlega beðnir um að velja þá sem þeim finnst bestir heilt yfir - ekkert endilega bara á þessu tímabili þó það skipti auðvitað máli í valinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum saman þessa lista en í ár verða þeir fleiri þar sem við bætum við tveimur stöðum - bakverðir og kantmenn en síðustu tvö ár voru leikmenn í þessum stöðum innifaldir í lista fyrir varnarmenn og sóknarmenn.
Bakvarðadómnefndina að þessu sinni skipuðu: Arnar Pálmi Kristjánsson (fyrirliði Völsungs), Atli Barkarson (leikmaður Zulte Waregem í Belgíu), Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (fyrirliði Þróttar R.), Guðjón Árni Antoníusson (fyrrum bakvörður Keflavíkur og FH), Guðmundur Sævarsson (fyrrum bakvörður FH), Ray Anthony Jónsson (þjálfari Grindavíkur og fyrrum bakvörður) og Reynir Haraldsson (fyrrum bakvörður ÍR og Fjölnis).
Sjá einnig:
5. Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Valgeir er einn af fáum leikmönnum Breiðablik sem getur gengið með höfuðið hátt frá þessu tímabili. Hann hefur að mörgu leyti verið þeirra ljósasti punktur í sumar, allavega lengst af. Hann sneri aftur heim fyrir tímabilið eftir að hafa spilað í Svíþjóð með Örebro og hefur sýnt ágætis takta með Kópavogsfélaginu.
Valgeir var ekki mikill kantmaður í upphafi ferilsins en hann var meira á kantinum og miðsvæðis hjá uppeldisfélagi sínu, HK. En hann hefur margt til brunns að vera til að verða mjög öflugur hægri bakvörður og er litið sem svo á að hann sé líklegri til að ná lengra í þeirri stöðu. Hann hefur allavega leyst þá stöðu fantavel fyrir Blika í sumar og tekur fimmta sæti þessa lista.
4. Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi löpp, eins og hann er kallaður, tekur fjórða sæti listans. Hann er afar öflugur vinstri bakvörður sem getur þó einnig leyst það að spila sem miðvörður og á miðjunni. Hann er þó bara langbestur í sinni stöðu, í vinstri bakverðinum.
Böðvar hefur alla tíð á Íslandi spilað með Fimleikafélaginu. Hann ólst þar upp og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hann sýndi sig og sannaði þar áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann spilaði í mörg ár í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Hann sneri aftur heim í fyrra og er leiðtogi í liði FH sem er að fara að ganga í gegnum nýja tíma þegar Heimir Guðjónsson hættir með liðið eftir leiktíðina.
3. Kennie Chopart (Fram)
Þú finnur ekki mikið traustari leikmann en Kennie Chopart. Hann stendur alltaf fyrir sínu. Eins og aðrir leikmenn á þessum lista þá getur hann leyst margar mismunandi stöður, og hann leysir þær bara allar vel. En hann fékk býsna mörg atkvæði sem einn besti bakvörður deildarinnar.
Chopart kom Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Hann fylgdi svo Rúnari Kristinssyni í Fram en það hefur verið mikið gæfuspor fyrir Framara að hafa hann í sínum röðum. KR-ingar hins vegar, þeir væru örugglega til í að hafa leikmann og karakter eins og Kennie í sínu liði í dag.
2. Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur fór hægt af stað í sumar en sýndi það svo síðustu misseri hversu góður hann er þegar Víkingar stungu af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Getur bæði spilað hægra og vinstra megin í vörninni og hefur allt það sem góður bakvörður þarf að hafa. Hann hlýtur að fara erlendis í vetur, eða hvað?
„Ég hugsaði alltaf eftir hvern leik í fyrra að þetta yrði síðasta árið hans. Maður vonast bara til að glugginn fari að lokast," sagði Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmaður Víkings, um Karl Friðleif við Fótbolta.net fyrir tímabilið. „Hann fær sinn séns, ég er alveg viss um það," sagði Halldór Smári Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga.
1. Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Besti bakvörður deildarinnar samkvæmt sérfræðingunum er Helgi Guðjónsson. Hver hefði búist við þessu fyrir ári síðan?
Helgi er náttúrulega bara sóknarmaður í grunninn. Öflugur markaskorari sem hefur verið gulls ígildi fyrir Víkinga inn af varamannabekknum. En í dag er hann besti bakvörður deildarinnar samkvæmt dómnefnd Fótbolta.net. Hann er ekki bara bestur ef marka má dómnefndina, heldur langbestur.
Helgi hefur verið stórkostlegur í vinstri bakverðinum hjá Víkingum í sumar. Það hlutverk varð til fyrir hann í kringum leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni snemma á þessu ári. „Mig langar að nefna Helga, framherja sem er færður niður í vinstri bakvörð. Það er ekkert sjálfgefið að vera einn af þeim sem hefur komið að flestum mörkum í deildinni sem vinstri bakvörður," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í útvarpsþættinum Fótbolti.net, á dögunum.
Helgi er bara 26 ára gamall og það væri gaman að sjá hversu langt hann getur náð í þessari stöðu.
Síðar í dag kemur listi yfir bestu miðverðina.
Sjá einnig:
5. Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Valgeir er einn af fáum leikmönnum Breiðablik sem getur gengið með höfuðið hátt frá þessu tímabili. Hann hefur að mörgu leyti verið þeirra ljósasti punktur í sumar, allavega lengst af. Hann sneri aftur heim fyrir tímabilið eftir að hafa spilað í Svíþjóð með Örebro og hefur sýnt ágætis takta með Kópavogsfélaginu.
Valgeir var ekki mikill kantmaður í upphafi ferilsins en hann var meira á kantinum og miðsvæðis hjá uppeldisfélagi sínu, HK. En hann hefur margt til brunns að vera til að verða mjög öflugur hægri bakvörður og er litið sem svo á að hann sé líklegri til að ná lengra í þeirri stöðu. Hann hefur allavega leyst þá stöðu fantavel fyrir Blika í sumar og tekur fimmta sæti þessa lista.
4. Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi löpp, eins og hann er kallaður, tekur fjórða sæti listans. Hann er afar öflugur vinstri bakvörður sem getur þó einnig leyst það að spila sem miðvörður og á miðjunni. Hann er þó bara langbestur í sinni stöðu, í vinstri bakverðinum.
Böðvar hefur alla tíð á Íslandi spilað með Fimleikafélaginu. Hann ólst þar upp og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hann sýndi sig og sannaði þar áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann spilaði í mörg ár í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Hann sneri aftur heim í fyrra og er leiðtogi í liði FH sem er að fara að ganga í gegnum nýja tíma þegar Heimir Guðjónsson hættir með liðið eftir leiktíðina.
3. Kennie Chopart (Fram)
Þú finnur ekki mikið traustari leikmann en Kennie Chopart. Hann stendur alltaf fyrir sínu. Eins og aðrir leikmenn á þessum lista þá getur hann leyst margar mismunandi stöður, og hann leysir þær bara allar vel. En hann fékk býsna mörg atkvæði sem einn besti bakvörður deildarinnar.
Chopart kom Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Hann fylgdi svo Rúnari Kristinssyni í Fram en það hefur verið mikið gæfuspor fyrir Framara að hafa hann í sínum röðum. KR-ingar hins vegar, þeir væru örugglega til í að hafa leikmann og karakter eins og Kennie í sínu liði í dag.
Kennie Chopart, @KRreykjavik er hægt að borga ykkur smá fyrir Chopartinn? #runarkriogstukanhri
— asgeireythors (@therealasgeirey) July 27, 2025
2. Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur fór hægt af stað í sumar en sýndi það svo síðustu misseri hversu góður hann er þegar Víkingar stungu af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Getur bæði spilað hægra og vinstra megin í vörninni og hefur allt það sem góður bakvörður þarf að hafa. Hann hlýtur að fara erlendis í vetur, eða hvað?
„Ég hugsaði alltaf eftir hvern leik í fyrra að þetta yrði síðasta árið hans. Maður vonast bara til að glugginn fari að lokast," sagði Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmaður Víkings, um Karl Friðleif við Fótbolta.net fyrir tímabilið. „Hann fær sinn séns, ég er alveg viss um það," sagði Halldór Smári Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga.
1. Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Besti bakvörður deildarinnar samkvæmt sérfræðingunum er Helgi Guðjónsson. Hver hefði búist við þessu fyrir ári síðan?
Helgi er náttúrulega bara sóknarmaður í grunninn. Öflugur markaskorari sem hefur verið gulls ígildi fyrir Víkinga inn af varamannabekknum. En í dag er hann besti bakvörður deildarinnar samkvæmt dómnefnd Fótbolta.net. Hann er ekki bara bestur ef marka má dómnefndina, heldur langbestur.
Helgi Guðjónsson skoraði markið sem tryggði 8. Íslandsmeistaratitil Víkinga! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) October 6, 2025
Víkingur - FH | #bestadeildin pic.twitter.com/yieVO7YXM8
Helgi hefur verið stórkostlegur í vinstri bakverðinum hjá Víkingum í sumar. Það hlutverk varð til fyrir hann í kringum leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni snemma á þessu ári. „Mig langar að nefna Helga, framherja sem er færður niður í vinstri bakvörð. Það er ekkert sjálfgefið að vera einn af þeim sem hefur komið að flestum mörkum í deildinni sem vinstri bakvörður," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í útvarpsþættinum Fótbolti.net, á dögunum.
Helgi er bara 26 ára gamall og það væri gaman að sjá hversu langt hann getur náð í þessari stöðu.
Síðar í dag kemur listi yfir bestu miðverðina.
Athugasemdir