Markvörðurinn David Raya segir að gríðarleg samkeppni um sæti í byrjunarliði Arsenal sé að keyra liðið áfram og það sé fært um að keppa um alla titla sem í boði eru.
Arsenal rúllaði yfir Atletico Madrid í gær en það var sjötti sigurleikur Arsenal í röð og tíundi sigurinn í fyrstu tólf leikjum tímabilsins. Arsenal hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk en aldrei í sögu félagsins hefur liðið fengið svona fá mörk á sig á þessum tímapunkti.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og með fullt hús í Meistaradeildinni.
Arsenal rúllaði yfir Atletico Madrid í gær en það var sjötti sigurleikur Arsenal í röð og tíundi sigurinn í fyrstu tólf leikjum tímabilsins. Arsenal hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk en aldrei í sögu félagsins hefur liðið fengið svona fá mörk á sig á þessum tímapunkti.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og með fullt hús í Meistaradeildinni.
„Breiddin í leikmannahópnum er ótrúleg. Það er fullt af leikmönnum og fullt af mönnum sem geta spilað í tveimur til fjórum mismunandi stöðum," segir Raya.
„Sem dæmi kom Mikel Merino inn sem sóknarmaður en hann getur einnig spilað sem átta eða tía. Stjórinn hefur marga kosti og hann er að nota þá svo það hagnist liðinu sem best. Þetta lítur mjög vel út og breiddin er okkur mikilvæg."
„Þessi samkeppni heldur okkur á tánum og gefur manni aukalega á æfingum og leikjum. Ef þú ert ekki á deginum þínum getur þú misst sætið á augabragði. Það er samkeppni á hverri æfingu og allir meðvitaðir um það."
Athugasemdir



