
Liverpool íhugar að reyna við Antoine Semenyo í janúar, Elliot Anderson er skotmark Manchester United og Endrick er opinn fyrir því að fara frá Real Madrid. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins en hann er í boði Powerade og er það helsta tekið saman af BBC.
Liverpool skoðar að fá Antoine Semenyo (25) sóknarmann Bournemouth, í janúarglugganum. (i Paper)
Enski landsliðsmiðjumaðurinn Elliot Anderson (22) hjá Nottingham Forest er skotmark Manchester United. (Mirror)
Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick (19) er opinn fyrir því að fara frá Real Madrid í janúar og vinna hans umboðsmenn í að skoða möguleika á láni. (ESPN)
Manchester United er eitt af félögunum sem skoðar að fá Endrick til sín. (Mirror)
Liverpool gæti fengið sekt frá UEFA eftir að hafa brotið reglur sambandsins þegar félagið misst af fréttamannafundi fyrir Meistaradeildarleik í gær. (Mirror)
Morgan Rogers (23) er í viðræðum við Aston Villa um nýjan samning. Villa vill líka framlengja við hægri bakvörðinn Matty Cash. (Sky Sports)
Villa er einnig tilbúið að framlengja samninginn við fyrirliðann John McGinn (31). (Fabrizio Romano)
Tottenham er sagt tilbúið að bjóða um 52 milljónir punda í Ivan Toney (29) framherja Al-Ahli. (Fichajes)
West Ham er með þrjú skotmörk - framherja, miðjumann og varnarmann - í janúar í von um að snúa við taflinu. (Sky Sports)
Barcelona skuldar ennþá 138 milljónir punda í félagaskiptagreiðslur, þar á meðal eru 36,5 milljónir punda til Leeds United fyrir Raphinha og 12 milljónir punda til Manchester City fyrir Ferran Torres. (talkSPORT)
Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur áhuga á Robert Lewandowski (37) framherja Barcelona næsta sumar. (Star)
La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur hætt við fyrirhugaðan leik í Miami eftir bakslag. (Telegraph)
Athugasemdir