Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Nýja hárið á Lescott vekur mikið umtal
Joleon Lescott skellti sér í hárígræðslu í Tyrklandi.
Joleon Lescott skellti sér í hárígræðslu í Tyrklandi.
Mynd: Skjáskot
Joleon Lescott, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins, var í sjónvarpssal í gær að fjalla um Meistaradeildina. Hárið á Lescott vakti mikla athygli en hann fór í hárígræðslu og lét það ekki nægja heldur litaði hárið kolsvart.

Hárið á Lescott þykir afskaplega óraunverulegt og margir netverjar gerðu gys á samfélagsmiðlum. Einn hafði á orði að það væri eins og hárið á honum hefði verið gert í Microsoft Paint.

Lescott lék meðal annars fyrir Everton og Manchester City á ferli sínum. Hann er reyndar enn að því hann spilaði með 9. deildarliðinu Wythenshawe FC ásamt vinum sínum nýlega.

Þá hefur hann hafið feril sem plötusnúður og hefur spilað á næturklúbbum í London auk þess sem hann kom fram á Reading Festival.


Athugasemdir
banner