Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 09:02
Elvar Geir Magnússon
Völlurinn á Akureyri snæviþakinn á Evrópuleikdegi
Frá leik á Víkingsvelli snemma á árinu.
Frá leik á Víkingsvelli snemma á árinu.
Mynd: Víkingur
Unglingalið KA tekur á móti PAOK frá Grikklandi í 2. umferð Evrópukeppni unglingaliða á Greifavellinum á Akureyri í dag.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, birti mynd af Greifavellinum í morgunsárið en veturinn er mættur fyrir norðan og snjór yfir öllum vellinum.

KA-menn eru vinna í því að ryðja völlinn en leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

KA sló út lettneska liðið Jelgava í fyrstu umferðinni með 2-2 jafntefli í Lettlandi og svo 1-0 sigri hér heima. Leikurinn í dag er fyrri viðureign KA og PAOK.

Lestu um leikinn: KA U19 0 -  0 PAOK U19


Athugasemdir
banner