Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 22:51
Brynjar Ingi Erluson
„Það var aðalmunurinn á þessum leik og hinum fjórum“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Van Dijk skoraði með skalla
Van Dijk skoraði með skalla
Mynd: EPA
Liverpool-stjórinn Arne Slot var ánægður með að koma liðinu aftur á sigurbraut í kvöld en liðið vann þægilegan og góðan 5-1 sigur á Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Liverpool-menn höfðu tapað fjórum leikjum í röð og ekki byrjaði það vel. Rasmus Kristensen kom liðinu yfir eftir frábæra sókn á 26. mínútu en Liverpool, sem hafði gengið illa að nýta færin í síðustu leikjum, skoraði þrjú á níu mínútum.

Hugo Ekitike, Virgil van Dijk og Ibrahima Konate skoruðu mörkin og í þeim síðari bættu Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai við tveimur til viðbótar.

Slot var létt en hann var mest ánægður með frammistöðu liðsins og að sigurinn hafi síðan verið gulrót.

„Við þurftum sigur en það sem við þurftum meira var önnur frammistaða þar sem við sköpum fullt af færum, en í þetta sinn voru leikmennirnir verðlaunaðir með sigri. Það er það sem gerðist í dag.“

„Ég sá margt líkt með þessum leik og hinum leikjunum því þeir skoruðu úr fyrsta færinu sem þeir fengu sem var líklega eina færið sem þeir fengu. Við komumst síðan í 3-1 og þá var auðveldara að stjórna leiknum en þegar þú ert 1-0 eða 2-1 undir.“

„Aðal munurinn á þessum leik og hinum fjórum var líklega að í flestum leikjunum skoraði hitt liðið úr föstu leikatriði en í þessum leik skoruðum við úr tveimur slíkum.“

„Síðan setti fólk meiri fókus á sóknirnar sem við fengum í seinni hálfleik frekar en feilsendingarnar, sem við vorum líka að glíma við í kvöld, en þegar þú ert 3-1 yfir þá ertu dæmdur öðruvísi,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner