Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Táningar Chelsea í sögubækurnar
Mynd: EPA
Fjórir Chelsea-menn skráðu sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Estevao, Marc Guiu og Tyrique George skoruðu allir fyrir Chelsea í leiknum, en allir eru á táningsaldri.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem þrír táningar skora í sama leiknum.

Hinn 17 ára gamli Reggie Walsh varð þá yngsti leikmaður í sögu Chelsea til að spila í Meistaradeildinni er hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Hann er þá annar yngsti Englendingurinn í sögunni til að spila í keppninni á eftir Jack Wilshere, sem var 16 ára og 329 daga gamall er hann spilaði með Arsenal í keppninni í nóvember árið 2008.


Athugasemdir
banner
banner