Fjórir Chelsea-menn skráðu sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Estevao, Marc Guiu og Tyrique George skoruðu allir fyrir Chelsea í leiknum, en allir eru á táningsaldri.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem þrír táningar skora í sama leiknum.
Hinn 17 ára gamli Reggie Walsh varð þá yngsti leikmaður í sögu Chelsea til að spila í Meistaradeildinni er hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
Hann er þá annar yngsti Englendingurinn í sögunni til að spila í keppninni á eftir Jack Wilshere, sem var 16 ára og 329 daga gamall er hann spilaði með Arsenal í keppninni í nóvember árið 2008.
3 - In Marc Guiu (19), Estêvão (18), and Tyrique George (19), Chelsea are the first side in UEFA Champions League history to see three different teenagers score for them in a single match. Kicks. pic.twitter.com/XBkdF8ebGr
— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2025
Athugasemdir