Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 23. janúar 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafa Benítez segir upp störfum í Kína (Staðfest)
Spánverjinn Rafa Benítez er hættur sem knattspyrnustjóri Dalian Professional í Kína.

Hinn sextugi Benítez átti eitt ár eftir af samningi sínum en er núna frjálst að skoða aðra möguleika. Hann var að þéna um 12 milljónir punda á ári í Kína, en það nemur 2,1 milljarða íslenskra króna.

Benítez vill vera nær fjölskyldu sinni, sem býr á Englandi, á þessum fordæmalausum tímum.

Benítez er mjög sigursæll stjóri. Hann hefur stýrt stórliðum á borð við Valencia, Liverpool, Inter, Chelsea, Napoli og Real Madrid. Síðast var hann stjóri Newcastle áður en hann fór til Kína.

Það er ljóst að ef eitthvað starf losnar á Englandi, að þá verði hann á meðal efstu nafna á blaði.
Athugasemdir