Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Úkraína: Árni Vilhjálmsson spilaði í sigri
Mynd: Kolos Kovalivka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson fékk að spila síðustu tuttugu mínúturnar er Kolos Kovalivka hafði betur gegn Oleksandriya í efstu deild í Úkraínu.

Staðan var 1-1 þegar Árna var skipt inn á 71. mínútu. Sigurmark Kolos kom í uppbótartíma.

Kolos er að gera fína hluti og er í harðri baráttu um sjötta sæti deildarinnar, sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppnina. Kolos er í sjötta sæti sem stendur, einu stigi fyrir ofan Mariupol og tíu stigum eftir Oleksandriya.

Oleksandriya 1 -2 Kolos Kovalivka
0-1 E. Smyrnyi ('46)
1-1 A. Sitalo ('61)
1-2 E. Smyrnyi ('92)

Á Ítalíu var Sveinn Aron Guðjohnsen ónotaður varamaður er Spezia gerði jafntefli við Trapani í B-deildinni.

Í spænsku C-deildinni gerðu Diego Jóhannesson Pando og félagar í Cartagena jafntefli við Algeciras.

Stabæk hafði þá betur gegn Viking í æfingaleik á meðan FK Rostov lagði Jón Guðna Fjóluson og félaga í Krasnodar að velli.

Trapani 1 - 1 Spezia
1-0 S. Pettinari ('35)
1-1 E. Gyasi ('44)
Rautt spjald: R. Pirrello, Trapani ('86)

Algeciras 1 - 1 Cartagena
1-0 I. Turrillo ('23, víti)
1-1 V. Tanque ('35)
Rautt spjald: D. Andujar, Cartagena ('65)
Rautt spjald: Y. Perez, Algeciras ('87)

Viking 1 - 3 Stabæk
0-1 E. Bohinen ('42, víti)
1-1 Y. Ibrahimaj ('68)
1-2 J. Isaksen ('77)
1-3 F. Azemi ('93)

Krasnodar 0 - 1 FK Rostov
Athugasemdir
banner
banner
banner