Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool á eftir miðverði sem líkt er við Matip
Malick Thiaw.
Malick Thiaw.
Mynd: Getty Images
Liverpool er á eftir Malick Thiaw, 190 sentímetra miðverði Schalke 04 í Þýskalandi. Thiaw, sem er 18 ára, hefur verið líkt við Joel Matic, fyrrum miðvörð Schalke sem leikur nú með Liverpool.

Mirror segir frá þessum tíðindum.

Thiaw á einn leik að baki í þýsku úrvalsdeildinni en hann þykir vera efnilegur. Honum er lýst sem kraftmiklum og hávöxnum miðverði sem er góður á boltanum. Hann getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður.

Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 7 milljónir punda, en vilji Liverpool fá hann á því verði þarf félagið að vinna hratt. Schalke er nefnilega að reyna að fá hann til að skrifa undir nýjan samning.

Matip er 28 ára gamall, en hann kom til Liverpool á frjálsri sölu árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner