Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 23. mars 2023 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Kjúklingakarríið var gómsætt
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld mætast Frakkland og Holland í undankeppni EM 2024, en Hollendingar urðu fyrir miklu áfalli í dag þar sem fimm leikmenn hafa þurft að yfirgefa hópinn vegna veikinda.

Cody Gakpo (Liverpool), Sven Botman (Newcastle) og Matthijs de Ligt (Bayern Munchen) hafa allir dregið sig úr hópnum en hinir tveir eru Joey Veerman (PSV) og Bart Verbruggen (Anderlecht). Stefan de Vrij (Inter), Ryan Gravenberch (Bayern Munchen) og Kjell Scherpen (Vitesse) voru kallaðir inn í hópinn.

Virgil van Dijk, lykilleikmaður hjá Hollandi, segir að þetta sé áfall fyrir liðið en hann viti ekki almennilega hvað er í gangi innan hópsins. Einhverjar getgátur hafa verið um mögulega matareitrun og sagði De Telegraaf frá því að kjúklingakarríréttur væri að fara illa í menn.

„Í hóp spjallinu duttu allt í einu inn skilaboð um að nokkrir leikmenn væru að fara veikir heim. Þetta er sjokk," sagði Van Dijk en honum líður sjálfum vel.

„Ég borða kjúklingakarríið og það var gómsætt. Er það uppruninn að þessum veikindum? Ég hef ekki hugmynd, enginn hefur hugmynd um hvað veldur þessu."
Athugasemdir
banner
banner