Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 23. apríl 2025 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að missa þetta niður í jafnteflið. Mér fannst við á löngum köflum sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við KR í kvöld.

„Við byrjum seinni hálfleikinn vel, sköpum góð færi og fáum rautt. Ég man ekki eftir að þeir náðu að opna okkur mikið, við meira að segja sköpum okkur færi eftir að við urðum einum færri. Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera í fyrstu tveimur leikjunum.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Heimir var ósáttur að sleppa KR með 1-1 inn í hálfleikinn.

„Vandamálið okkar var að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1. Við fengum dauðafæri til að koma okkur í betri stöðu. Einhverstaðar verðum við að byrja og við byrjuðum í dag. En þetta er bara einn leikur og mótið er nýbyrjað, við verðum að halda áfram.“

FH var að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni í dag, Heimir segir að það sé vegna þess að þeir gáfu engin trúðamörk á sig.

„Ef þú tekur Stjörnuleikinn að þá vorum við klaufar þar, við fengum góð færi í þeim leik. Draugamark og trúðamark. Við gáfum ekkert trúðamark í dag og þess vegna fengum við stig. Við spiluðum aggresífan sóknarleik og sköpuðum mikið af góðum færum. Ef þú tekur Vestraleikinn voru þeir bara betri en við og við áttum ekkert skilið úr þeim leik.“

Næsti leikur FH er útileikur gegn KA á Akureyri.

„Ég er ekki búinn að skoða nein úrslit. KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.“

Heimir er sammála Sigurði Hirti þegar hann rak Björn Daníel af velli í seinni hálfleiknum.

„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki raut. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner