Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 23. apríl 2025 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að missa þetta niður í jafnteflið. Mér fannst við á löngum köflum sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við KR í kvöld.

„Við byrjum seinni hálfleikinn vel, sköpum góð færi og fáum rautt. Ég man ekki eftir að þeir náðu að opna okkur mikið, við meira að segja sköpum okkur færi eftir að við urðum einum færri. Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera í fyrstu tveimur leikjunum.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Heimir var ósáttur að sleppa KR með 1-1 inn í hálfleikinn.

„Vandamálið okkar var að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1. Við fengum dauðafæri til að koma okkur í betri stöðu. Einhverstaðar verðum við að byrja og við byrjuðum í dag. En þetta er bara einn leikur og mótið er nýbyrjað, við verðum að halda áfram.“

FH var að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni í dag, Heimir segir að það sé vegna þess að þeir gáfu engin trúðamörk á sig.

„Ef þú tekur Stjörnuleikinn að þá vorum við klaufar þar, við fengum góð færi í þeim leik. Draugamark og trúðamark. Við gáfum ekkert trúðamark í dag og þess vegna fengum við stig. Við spiluðum aggresífan sóknarleik og sköpuðum mikið af góðum færum. Ef þú tekur Vestraleikinn voru þeir bara betri en við og við áttum ekkert skilið úr þeim leik.“

Næsti leikur FH er útileikur gegn KA á Akureyri.

„Ég er ekki búinn að skoða nein úrslit. KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.“

Heimir er sammála Sigurði Hirti þegar hann rak Björn Daníel af velli í seinni hálfleiknum.

„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki raut. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner