Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   mið 23. apríl 2025 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að missa þetta niður í jafnteflið. Mér fannst við á löngum köflum sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við KR í kvöld.

„Við byrjum seinni hálfleikinn vel, sköpum góð færi og fáum rautt. Ég man ekki eftir að þeir náðu að opna okkur mikið, við meira að segja sköpum okkur færi eftir að við urðum einum færri. Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera í fyrstu tveimur leikjunum.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Heimir var ósáttur að sleppa KR með 1-1 inn í hálfleikinn.

„Vandamálið okkar var að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1. Við fengum dauðafæri til að koma okkur í betri stöðu. Einhverstaðar verðum við að byrja og við byrjuðum í dag. En þetta er bara einn leikur og mótið er nýbyrjað, við verðum að halda áfram.“

FH var að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni í dag, Heimir segir að það sé vegna þess að þeir gáfu engin trúðamörk á sig.

„Ef þú tekur Stjörnuleikinn að þá vorum við klaufar þar, við fengum góð færi í þeim leik. Draugamark og trúðamark. Við gáfum ekkert trúðamark í dag og þess vegna fengum við stig. Við spiluðum aggresífan sóknarleik og sköpuðum mikið af góðum færum. Ef þú tekur Vestraleikinn voru þeir bara betri en við og við áttum ekkert skilið úr þeim leik.“

Næsti leikur FH er útileikur gegn KA á Akureyri.

„Ég er ekki búinn að skoða nein úrslit. KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.“

Heimir er sammála Sigurði Hirti þegar hann rak Björn Daníel af velli í seinni hálfleiknum.

„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki raut. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner