Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 23. apríl 2025 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að missa þetta niður í jafnteflið. Mér fannst við á löngum köflum sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við KR í kvöld.

„Við byrjum seinni hálfleikinn vel, sköpum góð færi og fáum rautt. Ég man ekki eftir að þeir náðu að opna okkur mikið, við meira að segja sköpum okkur færi eftir að við urðum einum færri. Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera í fyrstu tveimur leikjunum.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Heimir var ósáttur að sleppa KR með 1-1 inn í hálfleikinn.

„Vandamálið okkar var að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1. Við fengum dauðafæri til að koma okkur í betri stöðu. Einhverstaðar verðum við að byrja og við byrjuðum í dag. En þetta er bara einn leikur og mótið er nýbyrjað, við verðum að halda áfram.“

FH var að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni í dag, Heimir segir að það sé vegna þess að þeir gáfu engin trúðamörk á sig.

„Ef þú tekur Stjörnuleikinn að þá vorum við klaufar þar, við fengum góð færi í þeim leik. Draugamark og trúðamark. Við gáfum ekkert trúðamark í dag og þess vegna fengum við stig. Við spiluðum aggresífan sóknarleik og sköpuðum mikið af góðum færum. Ef þú tekur Vestraleikinn voru þeir bara betri en við og við áttum ekkert skilið úr þeim leik.“

Næsti leikur FH er útileikur gegn KA á Akureyri.

„Ég er ekki búinn að skoða nein úrslit. KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.“

Heimir er sammála Sigurði Hirti þegar hann rak Björn Daníel af velli í seinni hálfleiknum.

„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki raut. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner