þri 23. júlí 2019 09:08
Magnús Már Einarsson
Dybala til Manchester United?
Powerade
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Bale er á sínum stað í slúðri dagsins.
Bale er á sínum stað í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru á fullu þessa dagana enda innan við þrjár vikur í að enska úrvalsdeildin hefjist. Félagaskiptaglugginn lokar áður en deildin hefst.



Það ræðst á því hvort Gareth Bale (30) fari hvort Real Madrid reyni að kaupa Paul Pogba (26) frá Manchester United. (AS)

Bale vill verða einn af launahæstu leikmönnum heims ef hann á að fara frá Real Madrid. (Sky sports)

Bale fær að minnsta kosti 20 milljóna punda bónus ef hann fer í kínversku ofurdeildina. (Mail)

Tottenham ætlar að kaupa miðjumanninn Giovani lo Celso (23) frá Real Betis í vikunni og varnarmanninn Ryan Sessegnon (19) frá Fulham. (Mirror)

Fulham vill fá 40 milljónir punda fyrir Sessegnon en Tottenham vonast til að ná leikmanninum á 25 milljónir punda þar sem hann á einungis ár eftir af samningi. (London Evening Standard)

Manchester City hefur bláasið á orðróm þess efnis að Leroy Sane (23) sé á leið til Bayern Munchen á 100 milljónir punda. (Mirror)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, vill fá vinstri bakvörðinn Danny Rose (29) frá Tottenham. (Mail)

Atletico Madrid mun líklega reyna frekar að fá James Rodriguez (28) frá Real Madrid heldur en Christian Eriksen (27) frá Tottenham. (Marca)

Barcelona ætlar að hefja viðræður við Lionel Messi (32) um nýjan fjögurra ára samning. (ESPN)

Antoine Griezmann (28) segir að það hafi verið mögulegt að ganga í raðir Manchester United á ákveðnum tímapunkti en hann endaði á að semja við Barcelona í sumar. (Goal.com)

Harry Maguire (26), varnarmaður Leicester, er ekki að færast nær því að yfirgefa félagið þrátt fyrir miklar sögusagnir um brottför til Manchester United. (Leicester Mercury)

David De Gea (28) er tilbúinn að skrifa undir nýjan og betri samning að andvirði 117 milljónir punda. (Manchester Evenig News)

Juventus er tilbúið að selja framherjann Paulo Dybala (25) til Manchester United í sumar á 70-90 milljónir punda. (Mail)

Kurt Zouma (24) varnarmaður Chelsea segist verða að spila til að halda í vonina um að vera í hópnum hjá franska landsliðinu á EM 2020. Zouma var á láni hjá Everton á síðasta tímabili. (Express)

Aston Villa hefur náð samkomulagi um að kaupa egypska kantmanninn Trezeguet (24) frá Kasimpasa í Tyrklandi á átta milljónir punda. (Star)

Arsenal er ennþá langt frá því að ná samningum við Crystal Palace um Wilfried Zaha. Palace vill fá 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Independent)

Wolves er að undirbúa annað tilboð í varnarmanninn Pape Abou Cisse (23) hjá Olympiakos. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner