Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júlí 2019 12:40
Fótbolti.net
Tómas valdi bestu táninga deildarinnar - Finnur á toppnum
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungir leikmenn hafa verið áberandi í Pepsi Max-deildinni í sumar en í Innkastinu sem kom inn í gærkvöldi valdi Tómas Þór Þórðarson fimm bestu táninga deildarinnar.

Miðað var við fæðingarárið 1999 en síðar ætlar Tómas að uppfæra listann.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Kolbeinn Birgir Finnsson í Fylki tók fimmta sætið, Guðmundur Andri Tryggvason í Víkingi Reykjavík er í fjórða sætinu og Valdimar Þór Ingimundarson í Fylki í því þriðja.

Valgeir Valgeirsson leikmaður HK er í öðru sætið á listanum en hann er fæddur 2002 og hefur verið frábær með Kópavogsliðinu.

„Valgeir er sextán ára gamall, hefur verið geggjaður og skorað mikilvæg mörk. En á toppnum er að sjálfsögðu Finnur Tómas Pálmason (varnarmaður KR). Það er ekki hægt að horfa framhjá honum," segir Tómas.

„Finnur hefur spilað átta leiki, KR hefur unnið þá alla og er með markatöluna 17-7."

Aðrir í Innkastinu voru ekki alveg sammála listanum og furðaði Gunnar Birgisson sig á því að Kolbeinn Þórðarson í Breiðabliki kæmist ekki á hann.

„Ha? Hann er í öðru sæti í Pepsi Max-deildinni og er búinn að vera að skora og leggja upp. Hann dró nánast vagninn hjá Blikum í upphafi móts. Hann var í úrvalsliðinu hjá okkur," sagði Gunnar en Tómas benti á að Kolbeinn hefði dalað með Blikaliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner