Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. september 2019 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Köllum hann Matop!
Joel Matip og Virgil van Dijk mynda magnað miðvarðarpar
Joel Matip og Virgil van Dijk mynda magnað miðvarðarpar
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool á Englandi, er mættur til Mílanó en hann er tilnefndur til verðlaunanna sem besti leikmaður heims af FIFA.

Van Dijk, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo koma allir til greina en Van Dijk hefur verið kletturinn í vörn Liverpool síðasta eina og hálfa árið.

Hann hefur farið í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni og hafðist sigur í þeim síðari gegn Tottenham; 2-0. Hann var valinn besti leikmaður Evrópu af UEFA á dögunum og þykir líklegur til að vera fyrsti varnarmaðurinn í þrettán ár til að vinna titilinn sem besti leikmaður heims.

Fabio Cannavaro var valinn besti leikmaður heims af FIFA árið 2006 eftir að hafa unnið ítölsku deildina og HM með ítalska landsliðinu.

„Þetta er sérstakt augnablik að vera kominn hingað. Það er líka gaman að vera hérna með stjóranum og Alisson. Sjáum hvað kvöldið ber í skauti sér," sagði Van Dijk við heimasíðu Liverpool.

„Það er frábært að fá þessa viðurkenningu fyrir tímabilið sem við áttum og líka fyrir árangurinn með landsliðinu. Ég er rosalega stoltur af þessu og mun njóta þess í botn en sjáum hver tekur verðlaunin."

Van Dijk hefur myndað öflugt miðvarðarpar með kamerúnska miðverðinum Joel Matip en Van Dijk er kominn með nýtt gælunafn á hann eftir sigurinn gegn Chelsea í gær.

„Við köllum hann Matop núna því hann var svo góður í gær!" sagði Van Dijk í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner