Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo ákærður fyrir atburð frá síðustu leiktíð
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur sent frá sér ákæru á hendur Cristiano Ronaldo, ofurstjörnu Manchester United.

Kæran snýr að atviki sem átti sér stað á síðustu leiktíð.

Það náðist þá á myndband þegar Ronaldo braut símann hjá áhorfenda á leik Man Utd gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo var pirraður er hann tók símann og grýtti honum í jörðina af miklum krafti.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo notaði samfélagsmiðla til að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

Núna gæti Ronaldo verið á leið í leikbann, en það verður fróðlegt sjá hvort og þá hvernig refsingu hann mun fá fyrir þetta.

Hægt er að sjá myndbandið sem fór í dreifingu hér fyrir neðan, en þetta gerðist eftir 1-0 sigur Everton á United.


Athugasemdir
banner
banner
banner