Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 09:30
Kári Snorrason
Viðtal
Ekkert fast í hendi með samningsmál Davíðs Smára - „Fyrst og fremst ætla ég mér að halda liðinu uppi“
Davíð Smári verður samningslaus eftir tímabil.
Davíð Smári verður samningslaus eftir tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gengi Vestra hefur dalað eftir sigur í Mjólkurbikarnum.
Gengi Vestra hefur dalað eftir sigur í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra verður samningslaus eftir tímabilið. Hann stýrði Vestra nýverið til sigurs í Mjólkurbikarnum en hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára um samningsmál hans og um stöðu Vestra-liðsins nú þegar fjórar umferðir eru eftir af Bestu-deildinni.

„Það er ekkert fast í hendi í þessu. Auðvitað er samtalið opið milli mín og félagsins. Auðvitað er samtalið opið milli mín og félagsins. Við reynum að vinna þetta á fagmannlegum nótum. Núna fer einbeitingin fyrst og fremst á árangur liðsins,“ segir Davíð.

Hafa önnur lið haft samband við þig?

„Ég hef ekkert opnað á eitt eða neitt svoleiðis. Ég er með minn umboðsmann í þessu og ég loka á allt umtal um eitthvað annað. Ég er þjálfari Vestra og ætla mér að verða þjálfari Vestra áfram, en hversu lengi veit ég ekki. En fyrst og fremst ætla ég mér að halda þessu liði uppi í deildinni.“

Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, nýverið þar sem hann sagðist vonast til þess að Davíð Smári verði áfram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu KSÍ eru einungis tveir fastamenn í byrjunarliði Vestra samningsbundnir félaginu áfram. Ekki er búið að framlengja við aðra leikmenn vegna óvissu um framtíð Davíðs Smára.

Úr frábæru tímabili yfir í skrýtið tímabil

Árangur liðsins hefur dalað eftir bikarsigurinn, þar sem liðið hefur tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli.

„Auðvitað er þetta gríðarlega stórt móment sem að við náum að upplifa saman í þessum bikarleik. En við getum farið úr því að hafa átt stórkostlegt tímabil í að hafa átt mjög skrýtið og sérstakt tímabil, sem að á heildina er litið er alls ekki nógu gott.“

„Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að leggja allt í það að halda okkur í deildinni, við erum komnir þangað. Auðvitað er þetta algjörlega í okkar höndum, ég hef engar áhyggjur af framhaldinu, ég bara hlakka til að fara í næsta leik. “


Varnarleikurinn dalað

Sterkur varnarleikur hefur einkennt Vestraliðið en eftir bikarúrslitaleikinn hefur liðið fengið á sig þrettán mörk í fjórum leikjum.

„Það hefur verið fókusleysi á okkur. Ef við horfum á síðustu tvo leiki hjá okkur þá höfum við verið sterkara liðið þar til við fáum á okkur mark. Við þurfum að bæta okkur eftir að við fáum á okkur mark og halda áfram.“

„Við erum með gott lið og við höfum sýnt það í sumar, það er engin uppgjöf í mér eða leikmannahópnum. Við þurfum að læra af síðustu tveimur leikjum. Við vitum að þetta skiptir öllu máli, markatala og allt saman. Við þurfum að snúa bökum saman og fá stuðningsmenn með okkur, þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“
segir Davíð að lokum.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner