Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 23. nóvember 2019 12:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bose-mótið: Emil Hallfreðs spilaði með FH í sigri KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 0 - 1 KR
0-1 Finnur Orri Margeirsson

KR kom í heimsókn í Skessuna í Hafnarfirði og mætti þar FH. Í liði KR mátti sjá Emil Ásmundsson leika sinn annan leik fyrir félagið en hann lék einnig í fyrstu umferð mótsins. Hann gekk í raðir KR frá Fylki eftir síðustu leiktíð.

Hjá FH voru þeir Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta í liðinu og þá lék Baldur Sigurðsson einnig með FH-ingum.

Finnur Orri Margeirsson skoraði sigurmark leiksins þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi í seinni hluta fyrri hálfleiks.

KR sigraði Gróttu í fyrsta leik og er því með sex stig eftir tvær umferðir. FH sigraði Víkinga í fyrsta leik og er því með þrjú stig.

Næstu leikir liðanna:
Föstudagurinn 29.nóv
17:00 KR - Víkingur (Víkingsvöllur)

Laugardagurinn 30.nóvember
10:45 FH-Grótta (Skessan)
Athugasemdir
banner
banner