banner
   mán 24. janúar 2022 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Hetjuleg frammistaða Kómoreyja dugði ekki til
Vincent Aboubakar
Vincent Aboubakar
Mynd: Getty Images
Kamerún 2 - 1 Kómoreyjar
1-0 Karl Toko Ekambi ('29 )
2-0 Vincent Aboubakar ('70 )
2-1 Youssouf MChangama ('81 )
Rautt spjald: Nadjim Abdou, Commores ('7)

Heimamenn í Kamerún og Kómoreyjar áttust við í 16 liða úrslitum Afríkukeppninnar í kvöld. Það var ljóst að þetta yrði erfiður róður fyrir Kómoreyjar þar sem enginn markvörður var á skýrslu hjá liðinu.

Vinstri bakvörðurinn Chaker Alhadhur spilaði sinn fyrsta leik á mótinu og skellti sér í markið. Brekkan varð brattari fyrir þá eftir tæplega 10 mínútna leik þegar fyrirliðinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald.

Leikmenn Kamerún náðu lítið að ógna Alhadhur í upphafi leiks en eftir hálftíma leik braut Karl Toko Ekambi ísinn fyrir Kamerún og heimamenn voru marki yfir í hálfleik.

Á 70. mínútu skoraði Vincent Aboubakar annað mark Kamerún en hann var kominn einn á móti markmanni og náði að gabba hann og setja boltann í autt markið.

Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum datt boltinn fyrir El Fardou Ben leikmann Kómoreyja í teignum og hann negldi boltanum á markið en Andre Onana varði glæsilega.

Örfáum mínútum síðar fengu Kómoreyjar aukaspyrnu af löngu færi. Youssouf M'Changama tók spyrnuna og skoraði, stórglæsilegt mark og algjörlega óverjandi í þetta skiptið fyrir Onana. Nær komust þeir ekki og Kamerún er komið í 16 liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner