Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Weghorst að fá fullmikið traust - Ætlar að sanna sig
Mynd: Getty Images

Wout Weghorst gekk til liðs við Manchester United á láni frá Burnley í þessum mánuði. Hann var á láni hjá Besiktas fyrri hluta tímabilsins.


Honum hefur ekki enn tekist að skora mark en hann hefur leikið tvo leiki með United.

„Að lokum er þetta mjög einfalt. Sem framherji ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Ten hag hefur sagt að það hafi vantað styrkingu fram á við, framherja, níu. Það er búið að ná í þá týpu og nú er þetta einfalt. Bestu leikmennirnir spila og ég verð að standa mig til að fá mínútur," sagði Weghorst.

„Ég hef alltaf gert eitt á mínum ferli: Skorað mörk. Ég er búinn að spila tvo leiki og ef ég fer að klikka á dauðafærum mun ég hafa áhyggjur. Ég er þó bjartsýnn á að þetta gangi vel. Stjórinn sá að ég var tilbúinn."

Weghorst líður vel í Manchester og vill fá lengri samning.

„Það er frábært að vera hér. Andrúmsloftið, stuðningsmennirnir sem mæta á útileiki, yndislegt. Ég hef verið hérna í rúma viku, það gengur vel. Ég vil auðvitað vera áfram en ég verð að hugsa um að nýtast liðinu," sagði Weghorst.

Sæbjörn Steinke sagði í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn að Weghorst væri mögulega að fá of mikið traust hjá Ten Hag.

„Hann er kannski að fá full mikið traust. Ekkert sem hefur komið frá honum, að sjálfsögðu hefur honum bara verið hent í djúpu laugina þar sem það vantar helling af leikmönnum," sagði Sæbjörn.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner