Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mán 24. febrúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Roma vill kaupa Smalling og Mkhitaryan
Paulo Fonseca, þjálfari Roma, vill kaupa bæði Chris Smalling og Henrikh Mkhitaryan til félagsins í sumar.

Smalling er á láni frá Manchester United en hann hefur verið frábær í vörn Roma í vetur.

„Chris er frábær persóna og frábær atvinnumaður. Ég vil að Chris verði áfram og við erum að tala saman," sagði Fonseca.

Mkhitaryan hefur verið mikið meiddur en hann hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum í Serie A og hann var á skoktskónum í 4-0 sigri á Lecce í gær.

„Hann er leikmaður sem tekur frábærar ákvarðanir á vellinum og ég vil líka halda Mkhi í okkar liði," sagði Fonseca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner