Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aulas: Þetta er skandall - Líður eins og hálfvitum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, hefur ekki farið leynt með óánægju sína varðandi ákvörðun yfirvalda í Frakklandi að enda knattspyrnutímabilið snemma vegna kórónuveirufaraldursins.

Ákvörðunin kemur niður á Lyon sem missir af Evrópusæti á einu stigi, með Nice og Reims fyrir ofan sig. Aulas telur Frakka hafa verið alltof snögga að taka ákvörðun, enda sé fótboltinn byrjaður að rúlla í Þýskalandi og stefnt á að hefja leik aftur á Englandi, Ítalíu og Spáni í júní. Þrjú síðastnefndu löndin hafa komið verst úr kórónuveirunni af öllum löndum Evrópu.

„Það er þversagnarkennt að land eins og Spánn, sem hefur misst fleiri vegna kórónuveirunnar heldur en Frakkland, geti metið stöðuna og fundið leið til þess að byrja að spila fótbolta aftur," sagði Aulas við L'Equipe.

„UEFA bað um þolinmæði en leiðtogar okkar hlustuðu ekki og nú líður okkur eins og hálfvitum. UEFA gaf út leiðbeiningar og siðareglur fyrir lækna en við skoðuðum þær ekki einu sinni hér í Frakklandi. Þetta er algjör skandall."

Lyon er eitt af tveimur frönskum félögum, ásamt PSG, sem eru enn í Evrópukeppnum. Bæði eru þau í Meistaradeildinni og á Lyon eftir að spila við Juventus.

Lyon vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. PSG er komið í 8-liða úrslit eftir sigur gegn Borussia Dortmund.

Aulas hefur átt Lyon í rúm 30 ár, eða síðan 1987. Hann er einnig forseti bandaríska kvennaliðsins OL Reign.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner