Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri átti að taka vítið - „Agalegt og alveg galið í rauninni"
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar
Andri Rúnar
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Andri Rúnar Bjarnason vann vítaspyrnu fyrir ÍBV í uppbótartíma gegn ÍA á laugardag. Andri féll í vítateig ÍA og ætlaði sér að taka vítið þar sem hann er vítaskytta liðsins. Hans Mpongo ætlaði hins vegar líka að taka vítið, tók boltann upp og var ekki á þeim buxunum að láta Andra hafa boltann.

Úr varð smá reykistefna en á endanum tók Andri vítið. Ekki fór það betur en svo að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, varði vítið með vinstri fæti.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var til viðtals eftir leikinn. Hann var spurður hvort það var pirrandi að sjá þessa atburðarás.

„Já, það var agalegt. Andri er vítaskyttan og þetta átti ekkert að vera vera nein spurning. Þetta var alveg galið í rauninni. Já, ég myndi segja að þetta hafi truflað Andra, ég er á því að þetta hafi aðeins haft áhrif," sagði Hemmi við Fótbolta.net.




Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner