mið 24. maí 2023 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Pope í aðgerð - Ekki með í lokaumferðinni
Mynd: EPA
Nick Pope, markvörður Newcastle United, er ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði.

Pope, sem er 31 árs gamall, er meiddur á hendi og er á leið í aðgerð og gat hann því ekki verið með í landsliðsverkefninu að þessu sinni.

Aaron Ramsdale, Jordan Pickford og Sam Johnstone voru valdir í verkefnið.

Þá mun hann einnig missa af leik Newcastle gegn Chelsea í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það er engin þörf á honum þar enda Newcastle búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner