Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. ágúst 2019 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjötti sigurinn í röð hjá Álasundi - Syrianska tapaði
Aron Elís hefur verið hjá Álasundi síðustu fjögur ár.
Aron Elís hefur verið hjá Álasundi síðustu fjögur ár.
Mynd: Álasund
Hinn efnilegi Elías Rafn er í dönsku C-deildinni á láni.
Hinn efnilegi Elías Rafn er í dönsku C-deildinni á láni.
Mynd: UEFA.com
Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn er Álasund vann sinn sjötta deildarleik í röð í norsku B-deildinni.

Álasund er að stinga af á toppi deildarinnar og er með níu stiga forystu á Sandefjord þegar ellefu umferðir eru eftir.

Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliðinu og spilaði í 69 mínútur en maðurinn sem kom inn í stað hans, Torbjorn Agdestein, gerði sigurmarkið í 1-2 sigri.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði einnig síðasta korterið í Íslendingaliði Álasunds sem er komið með annan fótinn upp í efstu deild.

Sandnes Ulf 1 - 2 Ålesund
0-1 S. Fet ('13)
1-1 Kachi ('53)
1-2 Torbjorn Agdestein ('73)

Í Danmörku hafði Århus Fremad betur gegn Sydvest í C-deildinni. Elías Rafn Ólafsson, markvörður, er hjá félaginu að láni frá Midtjylland.

Elías og félagar eru í öðru sæti eftir sigurinn, með tíu stig eftir fimm umferðir.

Ärhus Fremad 1 - 0 Sydvest
1-0 M. Christensen Laursen ('55)

Nói Sæhólm Ólafsson kom þá ekki við sögu er Syrianska tapaði á heimavelli fyrir Vasteras SK í sænsku B-deildinni.

Syrianska er í fallbaráttu, með 21 stig eftir jafn margar umferðir. Það eru níu umferðir eftir af tímabilinu og eru Nói og félagar tveimur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner