Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 24. september 2023 13:05
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og HK: Marciano Aziz byrjar hjá HK
Marciano Aziz fær byrjunarliðssæti í dag
Marciano Aziz fær byrjunarliðssæti í dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hart verður barist í báðum hlutum Bestu deildarinnar í dag en fjórir leikir hefjast núna klukkan 14. Á HS Orkuvellinum í Keflavík tekur botnlið Keflavíkur á móti HK, Keflavík sem er í vonlausri stöðu á botni deildarinnar verður að vinna til þess að eiga minnsta möguleika á að bjarga sér frá falli úr deildinni á meðan að HK getur farið langleiðina með að tryggja sæti sitt að ári með sigri.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

Heimamenn í Keflavík gerir eina breytingu á liði sínu frá 4-2 tapinu gegn KA síðastliðinn miðvikudag. Edon Osmani fær sér sæti á varamannabekknum og í hans stað kemur Sindri Þór Guðmundsson inn í byrjunarliðið.

HK gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Fram. Sigurbergur Áki Jörundsson fer á bekkinn og þá tekur Ívar Örn Jónsson út leikbann. Inn í þeirra stað koma þeir Atli Arnarson og Marciano Aziz
Byrjunarlið Keflavík:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Muhamed Alghoul
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ísak Daði Ívarsson

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Anton Søjberg
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner