Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. nóvember 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir United hafa rætt við Rudi Garcia
Mynd: EPA
Fjölmiðlamaðurinn Andy Mitten greinir frá því í morgun að Manchester United hafi rætt við Rudi Garcia um að taka við sem stjóri félagsins til bráðabirgða - út tímabilið.

Garcia er 57 ára og hætti með Lyon í sumar, þar náði hann góðum árangri sem og hjá Roma og Marseille þar á undan. Garcia talar frönsku, ensku, spænsku og ítölsku sem er kostur.

Garcia á að hafa rætt við United fyrir leik liðsins gegn Villarreal í gær. Þá hefur einnig verið talað um að félagið hafi einnig rætt við Ernesto Valverde.

Áfram er United sterklega orðað við Mauricio Pochettino, stjóra PSG, en óvíst er hvort hann geti við félaginu fyrr en næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner